Kjarasamningarnir halda – SA nýtti sér ekki uppsagnarákvæði

Ljóst er að kjarasamningar munu halda og koma launahækkanir til framkvæmda þann 1. nóvember næst komandi. Taxtalaun á almennum markaði munu þá hækka um kr.6750 en um kr.8750 hjá skrifstofufólki og iðnaðarmönnum. Þeir sem eru á persónubundnum launum og hafa ekki fengið launahækkun munu fá 3,5% launahækkun hafi þeir ekki hækkað í launum á tímabilinu 1. janúar – 1.nóvember 2009 (launaþróunartryggingin). Helmingur ákvæðisvinnutaxta, kostnaðarliðum og fastákveðnum launa breytingum koma koma einnig til framkvæmda. Þá er vert að minna á að starfsmenn sveitarfélaga og starfmenn á ríkisstofnunum eiga einnig að hækka í launum um næstu mánaðarmót. Þess má geta að unnið er að uppfærslu á kaupgjaldsskrá á heimasíðu félagsins.