Kreppan kallar á aðgerðir – opið bréf til ríkisstjórna Norðurlanda

Industrianställda i Norden, IN sem eru samtök stéttarfélaga með um 2,1 milljón félagsmanna í iðnaði á Norðurlöndum sendi ríkisstjórnum landanna fimm opið bréf dags. 6. nóvember s.l. um aðgerðir gegn kreppunni. „Nú er ekki tími til að hörfa. Það er ekki leið til að takast á við efnahagsvandann. Þvert á mót þarf markvissar og skilvirkar aðgerðir. Því fyrr, því betra,“ segir þar.