Verk Vest mótmælir hugmyndum félagsmálaráðherra

Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun aldrei sætta sig við að áratugalöng barátta hreyfingarinnar fyrir bótakerfi atvinnulausra verði skert með þeim hætti sem nú hefur verið boðað, verði hugmyndir félagsmálaráðherra að veruleika. Atvinnuleysisbætur eru hluti af samningsbundnum kjarabótum sem náðust fram í vinnudeilum um miðja síðustu öld. Þær verða ekki gefnar eftir baráttulaust. Launamenn sem greitt hefur verið af tryggingargjald eiga fullan bótarétt hjá sjóðnum óháð aldri, kyni eða búsetu og því með öllu óasættanlegt að á þeim verði brotið.