Enn á að höggva í velferðarmálin

Nýjustu hugmyndir félagsmálaráðherra um niðurskurð í velferðarmálum ganga út á að lækka greiðslur í fæðingarorlofi. Ekki dugir ráðherra að boða lækkun hámarksviðmiðs bótanna úr 350.000 í 300.000 á mánuði, heldur á líka að lækka tekjutengda viðmiðið úr 80% í 75%. Þetta er bein aðför að samfélagslegu framfaramáli sem hefur kostað launþega töluverðar fórnir við að ná fram. Verði þessar hugmyndir að veruleika munu þær bitna harðast á ungu fólki og þeim sem eru tekjulágir, þar að auki mun þetta leiða til ennfrekari mismununar karla við töku fæðingarorlofs.