KNH segir upp starfsfólki vegna stjórnvaldsaðgerða

Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót. KNH sendi starfsmönnum fyrirtækisins bréf fyrr í vikunni þar sem farið er yfir þá stöðu sem KNH stendur frammi fyrir. Ástæða uppsagnanna er sögð endurskipulagning á fyrirtækinu vegna nýtilkominna stjórnvaldsaðgerða í formi aukinnar skattpíningar og álögur á fyrirtæki ásamt algjöru verkefnafrosti. En KNH er stærsta fyrirtækið á Vestfjörðum í vega- og jarðvegsframkvæmdum og byggist starfsemi KNH nánast alfarið á þesskonar framkvæmdum.