VIRK – starfsendurhæfingarsjóður

Á Vestfjörðum er starfandi ráðgjafi á vegum VIRK í 25% starfi. Þessi ráðgjafi þjónustar félagsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Félags opinberra starfsmanna, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur og Félag Járniðnaðarmanna á Ísafirði. Ráðgjafinn er með aðstöðu á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Pólgötu 2 á Ísafirði, en Fanney Pálsdóttir sjúkraþjálfari hefur haft það starf með höndum frá opnun fyrr á þessu ári.