Miðstjórn ASÍ ályktar um áformuð samningssvik ríkisstjórnarinnar

Á fundi miðstjórnar ASÍ varð nokkur umræða um þau áform ríkisstjórnarinnar að svíkja gerða samninga er varðar verðtryggingu persónuafsláttar og sérstaka 3.000 kr hækkun hans. Að loknum umræðum þá var samþykkt að leggja fram eftirfarandi ályktun. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum ríkisstjórnar Íslands að virða ekki gerða samninga. Samkvæmt stjórnarfrumvarpi um breytingar tekjuskattskerfinu […]