Forseti ASÍ vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar

Í pistli á heimasíðu ASÍ fer Gylfi Arnbjörnsson forseti sambandsins yfir það samningsbrot sem ríkisstjórnin hefur samþykkt með afgreiðslu á skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar vísar forsetinn fyrst og fremst í afnám verðtryggingar persóuafsláttar og niðurfellingu á 3000 kr sérstakri hækkunar persónuafsláttar sem átti að taka gildi þann 1. janúar 2011. Þá rekur forsetinn baráttu ASÍ fyrir því að verðtryggingu persónuafsláttar verði komið á að nýju eftir að hún var afnumin 1989. Þá minnir hann einnig á að það voru Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð sem höfðu ítrekað tekið undir þessar kröfur ASÍ.