Verð á ýsu hækkar um 5%
![](https://staging.verkvest.is/wp-content/uploads/2010/01/image4b45e6621b196.jpg)
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%. Verð á þorski og karfa er óbreytt frá síðustu ákvörðun. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag.