Vel heppnuðu dyravarðanámskeiði lokið

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum í samstarfi við Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Tryggingamiðstöðina og slökkvilið Ísafjarðarbæjar stóðu fyrir dyravarðanámskeiði dagana 11 – 14.janúar sl. Samkvæmt nýjum reglum þurfa dyraverðir að ljúka sambærilegu námskeiði til að meiga starfa sem slíkir. Megin áhersla var lögð á að hafa námskeiðið sem fjölbreytilegast og blanda saman verklegu og bóklegu. Námskeiðinu var vel tekið af veitingahúsaeigendum á norðanverðum Vestfjörðum og tóku 15 dyraverðir og eigendur veitingastaða þátt.