Stjórnarsamþykkt vegna lokunar Sólborgar á Flateyri
Á stjórnarfundi félagsins sem var haldinn í gær var samþykkt að félagið sendi frá ser eftirfarandi stjórnarsamþykkt vegna lokunar öldrunarheimilisins Sólborgar á Flateyri.
“Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisráðherra að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um lokun á öldrunarheimilinu Sólborg á Flateyri verði tekin til endurskoðunar og hún dregin til baka.