Þörungavinnslan á Reykhólum til fyrirmyndar í forvörunm
Þörungavinnslan á Reykhólum var valin fyrirmyndarfyrirtæki VÍS í forvörnum árið 2010. Bílson bílaverkstæði og Strætó bs. hlutu einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í forvörnum. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á sameiginlegri ráðstefnu félagsins og Vinnueftirlitsins um forvarnarmál sem hátt í 180 manns tóku þátt í. Þörungavinnslan fékk afhentan veglegan farandgrip til varðveislu næsta árið. Forvarnarverðlaunum VÍS er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að vinna skipulega að öryggis- og forvarnarmálum. Forvarnarverðlaunin verða veitt árlega, þeim viðskiptavinum VÍS sem þykja hafa skarað fram úr í öryggis- og forvarnarmálum, eins og fram kom í setningarávarpi Guðmundar Arnar Gunnarssonar, forstjóra VÍS, á ráðstefnunni.