Gríðarleg fjölgun á atvinnuleysisskrá mikið áhyggjuefni

Frá áramótum hefur fjölgað gríðarlega á atvinnuleysisskrá hjá vinnumálastofnun á Vestfjörðum, eða úr 133 ainstaklinga í lok desember 2009 í 161 einstakling þann 9. febrúar 2010. Á sama tíma fyrir rúmu ári voru 83 einstaklingar á átvinnuleysisskrá hér á Vestfjörðum og þótti mönnum nóg um þá. Nýjustu tölur segja okkur að atvinnuleysi í fjórðungnum hafi aukist um nærfellt 100% á þessu tímabili. Þrátt fyrir það berja menn sér á brjóst og tala um að hlutfall atvinnulausra sé lang minnst á Vestfjörðum, við þurfum ekki að hafa svo mikla áhyggjur.