Við viljum vinna – ályktun miðstjórnar ASÍ

Á fundi miðstjórnar miðvikudaginn 10.febrúar var aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart launþegum í landinu mjög til umræðu. Ekkert ber á þeim sértæku úrræðum sem skuldsettum heimilum hafði verið lofað og eru þolmörk margra heimila löngu brostin vegna þessa. Þá hefur lítið borið á fyrirheitum til að koma hjólum atvinnulífsins almennilega í gang, þar situr allt við sama keyp, nánast engar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða sveitarfélaga og niðurskurðarhnífurinn á lofti. Á fundinum var samþykkt að eftirfarandi ályktun yrði send út.”Atvinnuleysi er böl. Það er því forgangsmál að stuðla með öllum tiltækum ráðum að aukinni atvinnu um leið og við verjum störfin.