Ályktun miðstjórnar um atvinnu- og efnahagsmál

Miðstjórn ASÍ lýsir áhyggjum af þeirri miklu óvissu sem ríkir um framvindu íslensks efnahags- og atvinnulífs. Dráttur á lausn ICESAVE málsins hefur sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að erfitt ef ekki ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu á þessu ári.
Þá gagnrýnir miðstjórn ASÍ seinagang stjórnvalda við að taka nauðsynlegar ákvarðanir sem snúa að atvinnuuppbyggingu og endurreisn efnahagslífsins.