Dökkar horfur í ár en batna á næsta ári – endurskoðuð hagspá ASÍ

Í endurskoðaðri hagspá hagdeildar ASÍ er gert ráð fyrir meiri samdrætti en spáð var í haust og hægari bata í efnahagslífinu. Enn ríkir mikil óvissa um stóriðjuframkvæmdir og allt útlit fyrir að þær frestist a.m.k. fram á næsta ár sem hefur þær afleiðingar að samdrátturinn í ár verður meiri en ráð var fyrir gert og atvinnuleysi meira. Fyrir heimilin þýðir þetta meiri samdrátt í kaupmætti og versnandi lífskjör fram á næsta ár.