Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Frelsi til fjölskyldulífs

Fjölmenni sótti hádegisverðarfund í dag af tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars en boðað var til fundarins af verkalýðshreyfingunni, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Yfirskriftin var Frelsi til fjölskyldulífsmeð áherslu á samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Gyða Margrét Pétursdóttir doktor í kynjafræðum flutti erindi þar sem hún fjallaði m.a. um að útivinnandi mæðurættu oft erfitt með að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Þær notuðu oft „Pollýönnuleikinn”, þ.e. að bæru stöðu sína saman við þær sem eru í ennþá verri stöðu. Þær slá í og úr, finna viðmið og öfgaviðmið „…þetta sleppur allt… ef ég væri til dæmis einstæð og ekki með foreldra þá væri þetta mjög erfitt.” Gyða Margrét lagði áherslu á að mikið vinnuálag væri á nútímakonum og nauðsynlegt væri að huga að styttingu vinnutímans.