Þolinmæðin á þrotum – Við viljum vinna !
Það var þungt hljóðið í fundarmönnum á fundi formanna og varaformanna aðildarfélaga ASÍ sem fram fór á Grand Hótel í Reykjvík í gær. Þung orð voru látin falla um þá undarlegu hegðun sem SA og ríkisstjórnin hafa sýnt af sér eftir að hinn svokallaði „Stöðugleikasáttmáli” var undirritaður fyrir 9 mánuðum síðan. Meðgöngutími sáttmálans hefur verið launafólki mjög erfiður, ítrekuð svik ríkisstjórnar við ákvæði sáttmálans í formi skattahækkana og árása á velferðarkerfið hafa komið verulega illa við buddu launafólks.