Algjör sprenging í umsóknum sumarhúsa Verk Vest

Það má segja að algjör sprenging hafi orðið í umsóknum sumarhúsa hjá Verk Vest fyrir komandi sumar. á Síðasta ári voru umsóknir 134 en 200 í ár, umsóknir sem bárust eftir lok skilafrestar voru 23 sem koma ekki til úthlutunar fyrr en eftir 5. maí. Af þessu leiddi að draga þurfti um allnokkrar vikur í sumar, þannig að ekki fengu allir óska vikuna. Útdrátturinn fór fram á skrifstofu félagsins nú í morgun, en til að tryggja að allt færi sem réttast fram sá Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn um útdráttinn. Þeir sem hafa fengið úthlutað eru minntir á að ganga frá greiðslu á bústöðum fyrir 5. maí næst komandi eða hafa samband um greiðslufyrirkomulag fyrir þann tíma. Verði það ekki gert verður öðrum félagsmönnum úthlutað viðkomandi tímabil. Ákveðið hefur verið að hafa þann háttinn á að þeir sem fengu úthlutað fá sent bréf sem staðfestir úthlutunardaga.

Verk Vest gefur út upplýsingarit vegna gjaldþrota

Verk Vest hefur gefið út upplýsingarit fyrir félagsmenn um það ferli sem fara þarf í verði fyrirtækið sem þeir vinna hjá gjaldþrota. þar er reynt að veita svör við ýmsum spurningum sem launamenn þurfa hafa í huga við gjaldþrot vinnuveitanda eins og t.d. hvort starfsmenn séu bundnir af ráðningarsamningi við gjaldþrot ? Hverjar eru forgangskröfur […]