Við viljum vinna – mótuð verði djörf aðgerðaáætlun

Að vanda var góð þátttaka í kröfugöngu og hátíðarhöldum á 1.maí víða á Vestfjörðum. Á Ísafirði kom fólk saman við skrifstofu verkalýðsfélaganna þaðan sem gengið var fylktu liði niður í Edinborgarhúsið með lúðrasveitina í broddi fylkingar. Í Edinborgarhúsinu var að vanda boðið upp á hefðbundna hátíðardagskrá, en aðalræðumaður dagsins var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. En í ræðu sinni kom Gylfi inn á það dugleysi og skammsýni sem einkennt hafði alla hugsun alþingismanna við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs.