Dýrafjarðargöng aftur inn á samgönguáætlun

Á fundi stjórnar Verk Vest voru samgöngu- og byggðamál enn til umræðu. Tilefni umræðanna var sú ákvörðun að fresta gerð Dýrafjarðarganga og með þeim hætti viðhalda því óréttlæti sem viðgengist hefur í samgöngubótum milli norður og suðursvæðis Vestfjarða. Stjórn félagsins hvetur Vestfirðinga sem og landsmenn alla að leggjast á ára og taka þátt í undirskriftasönunum til að þrýsta á um að Dýrafjarðargöng verði sett aftur inn á samgönguáætlun.