ASÍ segir sig frá Stöðugleikasáttmálanum
Á miðstjórnarfundi ASÍ þann 16.júní síðast liðinn var samþykkt að slíta samstarfi við ríkisstjórnina vegna hins svokallaða stöðugleikasáttmála. Kornið sem fyllti mælinn voru nýjustu svik ríkisstjórnarinnar um aðkomu ríkisins að starfsendurhæfingarsjóði launþega og atvinnurekenda. Í stöðugleikasáttmálanum hafði verið samþykkt að fresta aðkomu ríkissjóðs að starfsendurhæfingarsjóði til ársins 2010 vegna bágrar stöðu í ríkisfjármálum. Nú er ljóst að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að standa við þau loforð eins og kom fram í störfum Alþingis nú fyrir þinglok.
“Það er engin launung að væntingar miðstjórnar ASÍ til lögbindingar þessara ákvæða var síðasta hálmstráið sem rökstuddi aðild ASÍ að stöðugleikasáttmálanum. Nú er sú von að engu orðin og lýsir miðstjórn ASÍ því formlega yfir að engar forsendur eru fyrir aðkomu þess að frekari samstarfi á þeim grunni.” asi.is