Vöruverð enn hátt þrátt fyrir styrkingu krónunnar !

Þrátt fyrir samfellda styrkingu krónunnar frá áramótum bólar enn lítið á verðlækkunum á innfluttum neysluvörum. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa fullyrt að verslunin hafi almennt tekið á sig afkomuskerðingu vegna veikra stöðu krónunnar. En nú þegar krónan hefur styrkst þá er ekki að sjá að verð lækki sem nemur styrkingunni.
Sé verðþróun innfluttra vara skoðuð frá ársbyrjun 2008 þegar krónan tók að veikjast er bein tenging hvernig verðlag á helstu flokkum innfluttra neysluvara hækkaði framan af nokkurn veginn samhliða veikara gengi krónunnar. En það furðulega er að þrátt fyrir 25 – 30% styrkingu krónunnar þá hefur vöruverð ýmist haldið áfram að hækka eða nánast staðið óbreytt undanfarna mánuði.