Uppsagnir í vega og mannvirkjagerð
Nú um þessi mánaðarmót hafa fyrirtæki sem sérhæfa sig í vega- og mannvirkjagerð enn þurft að segja upp starfsfólki. Gera má ráð fyrir að þessar uppsagnir varði rúmlega 200 manns á landinu öllu. Þessir einstaklingar bætast nú við þá tæplega þá 17 þúsund einstaklinga sem eru í atvinnuleit á Íslandi í dag. Ef stjórnvöld í landinu ætla ekki að bregðast við ákalli um auknar framkæmdir má gera ráð fyrir atvinnuleysi festi sig í sessi til lengri tíma, hagvöxtur í landinu frestist og efnhagslægðin verði lengri og erfiðari. Stjórnvöld í landinu verða að átta sig á því að auknar framkvæmdir skila sér að miklu leiti aftur í ríkiskassann.
Fæðispeningar sjómanna hækkuðu 1.júní 2010
Samkvæmt kjarasamningum þá hækkuðuð fæðispeningar til sjómanna um 7,2% frá og með 1. júní 2010. Þetta hefur verið leiðrétt í kaupgjaldskrá sjómanna hér á vefnum. Fæðispeningar frá 1.júní eru því eftirfarandi fyrirhvern dag:A. Skuttogarar, loðnuskip og sambærileg skip……..kr. 1.388B. Önnur skip stærri en 100 brl. sem ekki eru tiltekin í lið A……………………………………….kr. 1.103C. Skip 12 […]