Undirbúningur kjarasamninga – er ríkisstjórninni treystandi ?
Nú er að fara í hönd mikill annatími hjá stéttarfélögum víðsvegar um landið vegna undirbúnings fyrir kjarasamninga. En þeir eru flestir lausir frá og með 30.nóvember næst komandi að undanskildum sjómönnum sem eru með lausa samninga frá 1.janúar 2011. Félögin hafa leitað til félagsmanna um helstu áherslur og hvaða kröfur eigi að gera, á að leggja áherslu á lægst launin ? verður hægt að ná árangri í viðræðum við stjórnvöld ? ætla sjómenn að leggja áherslu á sjómannaafsláttinn ? osfrv. Þetta verða ekki auðveldar viðræður og í mörg horn að líta þegar kemur að hvar við eigum helst að setja áherslupunktana okkar. En það sem verður að vera alveg á hreinu er ef við ætlum að ná árangri þá verðum við að standa saman, þannig og eingöngu þannig náum við markmiðum okkar um mannsæmandi laun á vinnumarkaði.