Vinnum öll gegn svartri atvinnustarfsemi !

,,Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands telur óhæfu að nokkurt fyrirtæki stundi óskráða atvinnustarfsemi og hliðri sér þannig hjá greiðslu á lög- og kjarasamningsbundnum launatengdum gjöldum. Launagreiðslur slíkra fyrirtækja eru oftar en ekki undir lágmarkstöxtum kjarasamninga og því brot á grundvallarréttindum launafólks. Algengt er að ákvæðum um aðbúnað og hollustuhætti sé ekki framfylgt né reglum um hvíldar- og vinnutíma.“ segir í samþykkt framkvæmdastjórnar SGS frá 7.september síðast liðnum.