Kjaramálaráðstefna Verk Vest 2. október – tökum þátt í að móta kröfugerðina

Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands og ASÍ standa fyrir opinn kjaramálaráðstefnu fyrir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga laugardaginn 2. október næst komandi. Ráðstefnan verður haldin á 4 hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl.11:00. Ráðgert er að henni ljúki kl.15:00 með atkvæðagreiðslu um þau atriði sem okkar fólk vill leggja hvað mesta áherslu […]

Verk Vest og Fræðslumiðstöðin gera samstarfssamning

Verkalýðsfélagi Vestfirðinga hefur borist öflugur liðsauki sem er hún Kristín Sigurrós Einarsdóttir, en á dögunum undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samstarfssamning um samrekstur starfsstöðvar Fræðslumiðstöðvar og Verk Vest á Hólmavík. Með þessu er félagið að styrkja tengslanet sitt á Ströndum og í Reykhólasveit. Félagið hefur hefur töluverðar væntingar af samstarfinu við Fræðslumiðstöðina, en megin tilgangur þess er að tengja félagið betur við félagsmenn á þessu svæði og ná betri tökum á fræslumálum innan félagsins.