Samkomulag um að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi

Á málþingi um óskráða vinnu og ófagleg vinnubrögð í ferðaþjónustu, sem haldið er á hótel Reynihlíð við Mývatn, var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Með undirritun viljayfirlýsingarinnar er stigið mikilvægt skref í því að taka á því samfélagsmeini sem svört atvinnustarfsemi er. Starfsgreinasamband Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda, embætti Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun standa að yfirlýsingunni um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Það voru þau Kistján Gunnarsson, formaður SGS, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Jóhann Ásgrímsson, fulltrúi Ríkisskattstjóra sem undirrituðu yfirlýsinguna sem hér fer á eftir;