Svið starfsmanna ríkis og sveitarfélaga inna SGS hefja undirbúning vegna kjarasamninga
Fundur sviðs starfsmanna hjá ríki og sveitarfélagum, sem eru innan Starfsgreinasambands Íslands hélt fund til undirbúnings kjarasamninga í gær þar sem farið var yfir efnahagsstöðuna, kjaramálin og væntanlegan flutningi á málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaganna, en kjarasamningarnir við ríki og sveitarfélög eru lausir 1. desember n.k. Þátttakendur á fundinum f.h. Verk Vest voru formaður félagsins Finnbogi Sveinbjörnsson og Guðrún O. Kristjánsdóttir starfsmaður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.