Formannafundur SGS ályktar um Efnahags-kjara og heilbrigðismál.
Mikil samstaða og samhugur var á formannafundi SGS meðal formanna aðildarfélaga sambandsins, þar sem staða efnahagsmála og undirbúningur kjaraviðræðna var til umfjöllunar. Megin markmið komandi kjarasamninga verður að stöðva svo fljótt sem verða má þá kjara- og kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin tvö ár og endurreisa kaupmáttinn að nýju. Menn höfðu hins vegar miklar áhyggjur af þeim skorti á trausti sem ríkir í samfélaginu og tefur fyrir því brýna endurreisnarstarfi sem vinna þarf.