Ársfundur ASÍ 2010

Ársfundur Alþýðusambands Íslands var haldin dagana 21 – 22. október, frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga voru fimm ársfundarfulltrúar, Finnbogi Sveinbjörnsson, Ólafur Baldursson, Finnur Magnússon, Sólrún B. Aradóttir og Guðjón Kr. Harðarson. Fyrirkomulag ársfundar hefur oft fengið á sig þá gagnrýni að efni hans væri allt fyrirfram niðurnjörvað og ársfundarfulltrúar gætu lítil áhrif haft á loka niðurstöðuna. Fundurinn í ár var með mjög breyttu sniði þannig að fulltrúar allra félag komu að vinnu og gerð ályktana, viðhaft var svonefnt þjóðfundarfyrirkomulag þar sem allir gátu tekið þátt í aðvinna og móta þær áherslur sem fundurinn síðan sendi frá sér.