Kjararsamningar lausir
Kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ og SA eru lausir frá og með deginum í dag en eru þó í fullu gildi þangað til nýjir kjarasamningur hafa verið samþykktir. Kjarasamningar sjómanna renna svo út um áramótin. Landssambönd og félög innan ASÍ hafa frá því í haust verið að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga, formlegar viðræur aðila eru þó […]
Atvinnuleitendur fá desemberuppót
Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010. Uppbótin verður greidd þeim sem hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember-5. desember á þessu ári og ræðst heildarfjárhæðin af fjölda daga sem viðkomandi hefur verið skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun.