Aðgerðir hafnar, 83,5% vilja verkafall í fiskimjölsverksmiðjum til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings !

Ljóst er að mikil hugur er í bræðslumönnum og hann hefur ekki minnkað við síðasta útspil Samtaka atvinnulífsins. Atkvæði voru talin á skrifstofu Starfsgreinasambandsins í morgun. Starfsfólk í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum, félagsmenn Starfsgreinasambandsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum, hefur samþykkt að boða til verkfalls 7. febrúar n.k. í fiskimjölsverksmiðjum á […]

ASÍ gagnrýnir þvingunaraðgerðir Samtaka atvinnulífsins.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með þá stöðu sem upp er komin í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Samningsaðilar hafa á undanförnum vikum kannað forsendur fyrir því að samið verði til allt að þriggja ára á grundvelli samræmdrar launastefnu og aðgerðaáætlunar í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Allt benti til þess að hægt væri að ná breiðri samstöðu um slíka leið. Nú hafa Samtök atvinnulífsins lýst því yfir að samtökin muni taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld til að knýja fram að væntanlegar breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni verði þóknanlegar LÍÚ.