Bræðslumenn boða verkfall – aðgerðarhópur SGS kemur saman

Vinnustöðvun var samþykkt með 77,8 % atkvæðisbærra félagsmanna í Drífanda í Vestmannaeyjum og 75,4% atkvæðisbærra félagsmanna í AFLi á austurlandi. Vinnustöðvunin hefst kl 19:30 þann 15. febrúar n.k. og er ótímabundin. Vinnustöðvunin er boðuð til að knýja á um gerð kjarasamnings um störf félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að henni standa í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði þeirra. […]