Gólflistasparnaður heilbrigðisstofnana
Það er með hreinum ólíkindum að nánast án undantekninga skuli höggvið í skörð ófaglærðra þegar skera þarf niður hjá ríkinu til að ná fram hagræðingu í rekstri. Viðkvæðið er jafnan „Rekum ræstingarfólkið það er með svo há laun, eða fólkið í ummönuninni, það er líka með svo svimandi há laun!” Því fer víðs fjarri. Niðurskurður vegna fjárlaga 2011 bitnar mjög hart á þessu mjög svo nauðsynlega starfsfólki stofnananna, það sem verra er hér er í flestum tilfellum verið að senda konur út á guð og gaddinn.
LAUST Á AKUREYRI
Vegna forfalla er íbúð félagsins í Furulundi á Akureyri laus frá 25.febrúar. Nú gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.