Í heiminum farast 25 þúsund sjómenn árlega

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega við fiskveiðar og tengd störf. Langflest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þann 3. mars, en vefur ASÍ fjallaði um þessi málefni nú nýverið. Með […]
Hækkun viðmiðunarverðs frá og með 1. mars 2011.

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 5% hækkun á viðmiðunarverði fyrir slægðan og óslægðan þorsk, 5% hækkun á viðmiðunarverði fyrir slægða og óslægða ýsu og 7% hækkun á viðmiðunarverði fyrir karfa frá og með 1. mars 2011. Viðmiðunarverðið gildir í beinum viðskiptum milli skyldra aðila.