Starfsmannafundur í Þörungaverksmiðjunni mánudaginn 16.maí

Viðræðunefnd starfsmanna í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hefur ákveðið að boða til starfsmannafundar í matsal Þörungaverksmiðjunnar kl.12.00 mánudaginn 16. maí næst komandi. Fundarefnið er sú staða sem er komin upp í kjaraviðræðum við stjórn verksmiðjunnar vegna endurnýjunar kjarasamninga starfsmanna. Viðræðunefnd starfsmanna lagði fram tilboð um kaupkröfur til stjórnar verksmiðjunar í lok október 2010 en lítið hafði þokaðist í samkomulagsátt á samningafundum aðila og stefnir allt í deilur milli aðila. Kröfur starfsmanna voru á hógværu nótunum og í samræmi við þá launastefnu sem mótuð var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem voru undirritaðir milli aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 5. maí síðast liðinn.

Aðalfundur Verk Vest laugardaginn 21.maí

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði laugardaginn 21. maí kl.11.00. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins. Dagskrá:1. Setning fundarins 2. Kosning starfsmanna fundarins 3. Skýrsla stjórnar 4. Kynntur ársreikningar starfsárið 2010 5. Lýst kjöri stjórnar, varamanna í stjórn, trúnaðarmannaráði og annarra trúnaðrastarfa 6. Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð 7. Lögð fram […]