Kjaraviðræður í Þörungaverksmiðjunni sigla í strand

Kjaraviðræður vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum hafa siglt í strand og verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður milli aðila hafa staði með hléum frá því í október 2010 án teljanlegs árangurs, þrátt fyrir að sátt hafi náðst í lok janúar á þessu ári um að fylgja þeim línum sem kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ lögðu og voru undirritaðir þann 5. maí sl. Í ljósi þessa gekk samningstilboð starfsmanna í megin dráttum út á að grunnhækkun taxta yrði sem svarar 0.9% hærri en hækkun lágmarkstekjutryggingar í almennu kjarasamningunum. Verður það að teljast mjög sangjarnt tilboð sérstaklega ef horft er til sambærilegra starfa eins og t.d. í mjölvinnslum og þeim hækkunum sem þar náðust. Í viðræðunum var megin áhersla lögð á að tryggja betur laun þeirra tekjulægri í verksmiðjunni og horfa þannig til samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Á fundi aðila þann 12. maí sl. var ljóst á svörum fulltrúa Þörungaverksmiðjunnar að öllum tilboðum starfsmanna væri hafnað þrátt fyrir að þau væru í samræmi við þann samning sem hafði verið skrifað undir þann 5. maí á almennum markaði.