Hvetur til sóknar og að barist verði fyrir auknum aflaheimildum frekar en árar verði lagðar í bát

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur útvegsmenn á Vestfjörðum til að nýta þá möguleika sem gætu opnast með fyrirhuguðum breytingum laga á fiskveiðstjórnarkerfinu til að auka við aflaheimildir á Vestfjörðum. Stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum hafa forskot umfram aðra til sóknar. Þau hafa yfir að ráða öflugustu fiskiskipunum, stærstu og best mönnuðu fiskvinnslustöðvunum og mestri verkþekkingu í sjávarútvegi í fjórðungnum.
Fyrirhugaðar breytingar ættu því að vera tækifæri til aukinnar sóknar með stóaukinni eflingu atvinnulífs þannig að ávinningurinn skili sér sem best til sjómanna og fiskvinnslufólks, enda skapa þeir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjunum hin raunverulegu verðmæti.

Ósátt við starfslokasamning framkvæmdastjóra SGS

Vegna frétta og blaðaskrifa um starfslok framkvæmdastjóra SGS sem komu til í kjölfar endurskoðunarskýrslu Deloitte á fjármálum Starfsgreinasambands Íslands (SGS ) hafa stjórnarmenn í Verk Vest ákveðið að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:”Undirritaðir stjórnarmenn í Verk-Vest lýsa furðu sinni yfir starfslokasamningi við framkvæmdastjóra SGS og hvernig tekið hefur verið á málum er varða ýmsa óútskýrða […]