Óánægja vegna starfslokasamnings !
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga tók fyrir á fundi í gærkvöldi bréf
sem 14 félagsmenn stéttarfélaga víðsvegar af landinu skrifa undir. Í
bréfinu kemur fram hörð gagnrýni á afgreiðslu framkvæmdarstjórnar
Starfsgreinasambands Íslands (SGS) á starfslokum fyrrum
framkvæmdarstjóra sambandsins. En á framkvæmdarstjórnarfundi SGS þann 4.
júlí s.l. samþykkti meirihluti framkvæmdarstjórnarmanna að gerður yrði
starfslokasamningur við framkvæmdarstjórnann fyrrverandi þrátt fyrir að í
skýrslu óháðra matsaðila hafi komið fram ærin ástæða til að kæra málið
til lögreglu.
Stjórn Verk Vest lýsir yfir fullum stuðningi við bréfið og hvetur þau
sem undir það rita til að halda kyndli sannleikans áfram á lofti. Þess
má geta að formaður Verk Vest ásamt formönnum Bárunnar á Selfossi,
Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík greiddu atkvæði á móti
tillögu um að gerður yrði starfslokasamningur við framkvæmdastjórann
fyrrverandi. Umræddur starfslokasamningur kostar SGS átt í 9 milljónir
króna þrátt fyrir að skýrslur óháðra matsaðila hafa sýnt fram á mjög
alvarlega bort framkvæmdarstjórans í starfi fyrir SGS.
Hér á eftir er bréfið í heild sinni ásamt afriti af bréfi sem sent var
til formanns SGS og á MBL.IS. Nánast engin umfjöllun hefur verið um
þetta grafalvarlega mál í hinum frjálsu fjölmiðlum á Íslandi og vekur
það mikla furðu stjórnar Verk Vest
Höggvið á hnútinn og það strax !
Stjórnarfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn 4. ágúst 2011, hvetur Byggðastofnun, Landsbanka Íslands og skiptastjóra þrotabús Eyrarodda til að höggva á hnút óvissu í atvinnumálum Flateyringa. Algjört neyðarástand hefur ríkt á meðan áðurnefndir aðilar hafa dregið lappirnar og þvælst hver fyrir öðrum í ákvarðanatökum með þeim afleiðingum að fiskvinnsla er nánast að leggjast af á Flateyri. Þeirri […]