Kjarasamningur við Bændasamtök Íslands
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands fyrir hönd aðildarfélaga hefur lokið samningum við Bændasamtökin um nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur landbúnaðarstörf. Samningurinn er á svipuðum nótum og kjarasamningar SGS við Samtök Atvinnulífsins. Samningurinn er afturvirkur og gildir frá og með 1. júní 2011. Nánar er greint frá innihaldi samningsins á heimasíðu SGS .
Trúnaðarmannanámskeið
Verk Vest heldur trúnaðarmannanámskeið þessa dagana í samstarfi við Félagsmálaskóla Alþýðu, trúnaðarmenn frá Fos Vest taka einnig þátt í námskeiðinu. Leiðbeinendur koma frá ASÍ, Virk starfsendurhæfingarsjóði en á námskeiðinu verður fjallað um samspil kjarasamninga og trygginga, starfendurhæfingu og vinnueftirlit. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem er hluti af kjarsamningsbundinni fræðslu trúnaðarmanna. Námskeiðinu lýkur […]
Trúnaðarmannanámskeið
Verk Vest heldur framhaldsnámskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins dagana
6. – 7. október næst komandi. Áríðandi er að trúnaðarmenn félagsins
tilkynni þátttöku eins fljótt og auðið er. Trúnaðarmenn sem fóru á
námskeiðið í vor eru hvattir til að skrá sig og eru aðrir trúnaðarmenn
félagsins einnig hvattir til að sækja námskeiðið. Kennslan fer fram í
húsnæði félagsins að Pólgötu 2 á Ísafirði.