Loksins höggvið á hnútinn

Gengið hefur verið frá kaupum Arctic Fish ehf. á eignum þrotabús
Eyrarodda ehf. samkvæmt því sem fram kemur í fjölmiðlum. Hið nýja
fyrirtæki mun með kaupunum eignast nánast öll vinnsluhús þrotabúsins
ásamt línubátnum Stjána Ebba. Verkalýðsfélag Vestfirðinga fagnar því að
loksins skuli hafa tekist að höggva á hnút þeirrar óvissu sem málefni
fiskvinnslu á Flateyri hefur verið í undanfarna 8 mánuði. Hið nýja
fyrirtæki, sem er einn af aðaleigendum fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks,
hefur í hyggju að byggja starfsemina á vinnslu á eldisfiski ásamt að
vinna úr þeim sjávarafla sem mun berast á land á Flateyri. Samkvæmt
heimildum RÚV er haft eftir Sigurði Péturssyni forstjóra Arctic Fish
ehf. að þeir muni fara rólega af stað og verði um 4 – 5 störf að ræða í
byrjun