Mjólkina heim !

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Mjólkursamsölunnar að áfram eigi að þrengja að þjónustu við íbúa á Vestfjörðum og nú með fækkun ferða með mjólkurafurðir. Ekki hafi verið nóg að skera niður starfsemina þannig að eingöngu eru 3 stöðugildi hjá MS á Vestfjörðum heldur megi gera ráð fyrir að MS ráðist í að taka niður nýleg og fullkomin tæki sem búið var að koma upp í Mjólkustöðinni á Ísafirði. Þessi tæki hefði jafnvel mátt nýta til annarskonar matvælavinnslu og skapa þannig fleiri störf en voru skorin niður eftir að MS hélt innreið sína á Vestfirði.