Ríkisstjórnin ræðst á réttindi almenns launafólks

Miðstjórn ASÍ hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna einhliða
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um minni hækkun bóta til þeirra sem lökust
hafa kjörin í þjóðfélaginu. En ákvörðunin hefur í för með sér að
atvinnuleysisbætur hækka eingöngu um 5.500 krónur en ekki 11.000 krónur
þann 1. febrúar 2012. Þetta eru hrein og klár svik ríksisstjórnarinnar
sem kennir sig við velferð. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá er
ætlun ríkisstjórnarinnar að halda til streitu svokölluðu 3ja mánaða
sveltitímabili langtímaatvinnulausra. Þetta þíðir ekkert annað en auknar
álögur á ílla stödd sveitarfélög sem bera framfærsluskyldu gagnvart
íbúum sínum sem hafa enga framfærslu sjálfir. Ekki meigum við heldur
gleyma atlögu ríkisstjórnarinnar að lífeyrissparnaði landsmanna með
skattlagningu á séreignarsparnað lífeyrissjóðanna. Ef fram fer sem
horfir þá ætlar ríkisstjórnin að sauma mjög harkalega að launþegum í
landinu á komandi mánuðum, slíku verður að spyrna við með ölum tiltækum
ráðum.