Leggjum spilin á borðið

Á fundi stjórnar Verk Vest, sem haldinn var þriðjudaginn 7. febrúar,
varð mikil umræða vegna nýútkominnar skýrslu úttektarnefndar lífeyrissjóðana sem unnin
var um starfsemi, fjárfestingarstefnu og ákvarðarnartöku stjórnar Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga. Stjórn Verk Vest fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur
sjóðsfélaga til málefnalegar og gagnýrninnar umræðu um niðurstöðu
hennar. Ljóst er að gríðarlegir fjármunir hafa tapast við fall bankanna
og harmar stjórn Verk Vest að hinn almenni sjóðfélagi skuli þurfa taka á
sig skerðingar vegna þessa.
En eitt af því alvarlegasta sem skýrslan bendir á er hið hrópanadi
óréttlæti og mismunun sem landsmenn búa við eftir því hvort þeir greiði
iðgjöld í almenna sjóði eða hina opinberu. Þvi ekki eingöngu þurfa
okkar sjóðfélagar að taka á skerðingu vegna tapaðra fjármuna okkar sjóða
heldur einnig vegna aukinnar skattbyrgði sem lögð er á almennu sjóðina
svo hægt sé að viðhalda óbreyttu réttinda kerfi opinberu sjóðanna.