Lífsleikni hjá Grunnskóla Ísafjarðar

Tekið hefur verð upp á þeirri nýbreytni við kennslu í Lífsleikni við Grunnskóla Ísafjarðar að kynna nemendum atvinnulífið á Ísafirði. Einn liður í þeirri kennslu var að fræðast um starfsemi Verk Vest og mætti flottur hópur af nemendum í 9 bekk á skrifstofu félagsins þar sem formaður Verk Vest tók á móti hópnum og fræddi […]

Allt að 25% verðmunur á hæsta og lægsta verði

Bónus var oftast með lægsta
verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðverslunum og
fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og Ísafirði mánudaginn 20. febrúar.
Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni. Hæsta verðið
var oftast að finna hjá Samkaupum-Úrvali eða í um helmingi tilvika en
lægsta verðið var eins og áður sagði oftast að finna hjá Bónus. Í yfir helmingi
tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði allt að 25% og í þriðjungi
tilvika var á milli 25-50% verðmunur.