Yfir 100% verðmunur í um helmingi tilvika hjá verslunum á Vestfjörðum
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar
Verkalýðsfélag Vestfirðinga kannaði verð á ýmsum dagvörum í fimmtán
matvöruverslunum á Vestfjörðunum frá Reykhólum að Hólmavík mánudaginn 27. febrúar.
Verslunin Fisherman Suðureyri neitaði að taka þátt í könnuninni. Verðmerkingum
var mjög ábótavant í mörgum verslunum þegar könnunin var framkvæmd.Mikill verðmunur var á hæsta og lægsta verði
nær allra vörutegunda en skoðuð var ein lágvöruverðsverslun og 14 aðrar
verslanir. Af þeim 81 vörutegundum sem kannaðar voru, var yfir 100% verðmunur á
næstum helmingi þeirra, en í þriðjungi tilvika var á milli 50-100% verðmunur á
hæsta og lægsta verði.
Nýjar kaupgjaldsskrár starfsmanna sveitarfélaga og ríkisstofnana
Þann 1. mars sl. voru gefnar út nýjar kaupgjaldsskrár fyrir starfsmenn hjá sveitafélögum og ríkisstofnunum. Þessar kaupgjaldsskrár byggja á kjarasamningum sem SGS gerir við Fjármálaráðherra annars vegar og Samband íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. Kauptaxtar hækka um 11.000 og gilda frá 1. mars 2012 til 28. febrúar 2013. Almenn laun og aðrir launaliðir hækka um 3,5%. Nánar […]