Kosningar um kjarasamninga smábátasjómanna
Sú ákvörðun hefur verið tekin vegna kosninga um kjarasamning smábátasjómanna á félagssvæði Verk Vest að kjördeildir verði á Ísafirði og Patreksfirði fyrir smábátasjómenn á félagssvæðinu. Á Ísafirði verður kjördeildin opin alla virka daga 12. – 28. september frá kl.08.00 – 16.00. Á Patreksfirði verður kjördeildin opin alla virka daga 12. – 28. september frá kl.12.00 […]
Nýr framkvæmdastjóri hjá Starfsgreinasamband Íslands
Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, SGS, og tekur til starfa 17. september næstkomandi. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til áramóta. Drífa hefur nýlokið meistaragráðu í vinnumarkaðsfræðum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð en er einnig menntuð tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Áður hefur hún […]