Alþingi tryggi kjör þeirra lægstlaunuðu !

Miðstjórn ASÍ krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi tryggi að kjör þeirra tekjulægstu dragist ekki aftur úr kjörum annarra hópa. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þeir sem hafa verið án atvinnu lengur en fjögur ár missi rétt til atvinnuleysisbóta og þurfi því að leita eftir fjárhagsaðstoð frá sínu sveitarfélagi, að atvinnuleysisbætur […]