Kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur
Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hefur samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 1. júlí síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%. Alls voru 2.515 félagar á kjörskrá en 378 greiddu atkvæði (15% kjörsókn).
Þarna var í fyrsta skipti notuð rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla á vegum Starfsgreinasambandsins.